Um fyrirtækið 
Sími : 568-1888
Netfang : arnar@pog.is

 

Stigahús

Bjóðum upp á eitt mesta úrval landsins af stigahúsateppum.

Stigahúsateppin sem við bjóðum eru mjög slitsterk, afrafmögnuð, ofnæmisprófuð og samþykkt af Mannvirkjastofnun.

Við mælum stigahús og gerum tilboð í endurnýjun á gólfteppunum. Tilboðið er án skuldbindinga og kostnaðar, þ.e.a.s. ef um stigahús á höfuðborgarsvæðinu er að ræða.

Við leggjum mikinn metnað í að bjóða teppi sem ofin eru úr slitsterku garni og með góðri óhreinindavörn.

Það auðveldar þrif og lengir líftíma teppana.

Hægt er að fá mottur úr sama efni og lagt er á stigahúsið, fyrir framan íbúðir sem og við aðalinnganga. 

Einnig er hægt að fá útimottur eða dregla í anddyri tl að taka óhreinindi er berast inn af götunni.