Um fyrirtækið 
Sími : 568-1888
Netfang : arnar@pog.is

1.     Umhirðuleiðbeiningar fyrir Bolon vörulínuna

Auðvelt er að hreinsa Bolon-gólf í samanburði við textílgólf. Litaval, hönnun og hvar gólfið er, hefur vitaskuld áhrif á þörf fyrir viðhald og hreingerningar. Það ber ávallt að ganga þannig frá inngöngum, að óhreinindin verði eftir þar.

Ræstingar á byggingastað


Gólfefni skulu lögð niður eftir að öðrum framkvæmdum er lokið. (allri málun og öðru, sem myndar ryk). Ef það er ekki mögulegt, skal verja gólfið til að komast hjá, að það óhreinkist. Byrjið ávallt með þurrum aðferðum, svo sem að ryksuga til að fjarlægja lausar agnir. Ljúkið ræstingu með sambyggðri vél, sem notar volgt vatn og mjúka snúningsbursta. Akið vélinni í lengdarstefnu gólfefnisins (teppisins). Notið minnsta skammt af hreinsiefnum til að losna við að skola gólfið eftir á.

2.     Umhirðuleiðbeiningar fyrir Bolon vörulínuna

Daglegar ræstingar


Vínilgólfin frá Bolon þola vatn. Það getur þó verið óheppilegt að nota blautræstingu með tilliti til að vatnið skemmir veggi, lista og húsgögn. Hafið í huga, að vatn, sem situr eftir á gólfi, safnar í sig óhreinindum og skilur eftir sig mislitt yfirborð.
Við daglegar ræstingar er fyrst og fremst mælt með að ryksuga. Ef með þarf, má nota moppu með örþráðum (mikrofiber). Gætið þess að vinda vel úr moppunni og skiptið oft um vatn. Ef notað er hreinsiefni, skal velja hlutlausa tegund (pH 6-8). Fylgið leiðbeiningum framleiðanda. Forðist of stóra skammta.

Reglulegt viðhald


Viðhald sem er rétt útfært, eykur endingu gólfefnisins. Reglulegar hreingerningar eru eftir þörfum, sem eru breytilegar frá viku til viku eða á milli ársfjórðunga. Þar sem álag er lítið, má draga úr tíðni. Byrja skal á því að ryksuga gólfið til að losna við ryk og lausar agnir. Beitið síðan sambyggðri hreingerningavél með volgu vatni og mjúkum burstum. Akið vélinni í lengdarstefnu gólfefnisins. Notið sem minnst af hreinsiefnum til að sleppa við að skola gólfið á eftir.
Á lítil svæði er hægt að nýta skrúbb (þvottaskrúbb). Notið mikið vatn og þurrkið með mjúkum klút úr örþráðum (mikrofiber).


3.     Umhirðuleiðbeiningar fyrir Bolon vörulínuna

Blettahreinsun


Bletti ber að fjarlægja svo fljótt, sem auðið er. Sum efni geta valdið mislitun, sem ekki er hægt að losna við, en það eru til dæmis efni í gúmmífótum, gúmmímottum, vagnhjólum og svo framvegis. Ef olía sullast niður, skal þurrka hana burt strax, því að yfirborðið getur mislitast. Notið mjúkan klút úr örþráðum eða skrúbb (þvottaskrúbb).


Notið aldrei aseton, sterk alkalísk efni, leysiefni eða fægiefni, þar eð það getur skemmt gólfið. Ef nota þarf hreinsiefni, skulu þau vera hlutlaus, pH 6-8.

Fylgið ávallt leiðbeiningum frá framleiðandanum. Skolið ávallt með vatni og þurrkið með mjúkum klút.

Almennar ráðleggingar

·         Stól- og borðfætur skulu vera úr ryðfríu stáli eða tefloni og með engar hvassar brúnir.

·         Hjól skulu vera úr hörðu efni (polýamíði) til að rúlla auðveldlega og forðast slit á gólfi.

·         Við blauthreingerningu er mælt með að nota hreint volgt vatn. Sterk alkalíefni, leysiefni eða fægiefni skal forðast, þar eð þau geta skemmt gólfið. Ef notað hreinsiefni, skal ekki nota stóra skammta og velja hlutlausa tegund, pH 6-8.